Fasteignaviðskipti

Croisette býður upp á hágæða viðskiptaráðgjöf vegna hvers konar húsnæðis, bæði kaup- og söluráðgjöf og ráðgjöf vegna stakra eigna og verðbréfa. Ráðgjöf okkar nær bæði til þeirra sem eiga þegar fasteignir og til fjárfesta.

Viltu fá að vita meira um hvað við getum gert fyrir þig?

Hafðu samband

Söluráðgjöf

Kollegor croisette

Við aðstoðum fasteignaeigendur við sölu á einni eða fleiri fasteignum. Sérhverjum fasteignaviðskiptum fylgja einstæðar aðstæður og við aðstoðum viðskiptavini okkar með því að veita þeim ráðgjöf í gegnum allt söluferlið. Við erum með fjölda skrifstofa svo við getum aðstoðað viðskiptavini hvar svo sem þeir eru staðsettir

 

 

Hafðu samband

Kaupráðgjöf

croisette- kollega

Við bjóðum fjárfestum af öllum stærðargráðum ráðgjöf. Við sjáum um allt frá nauðsynlegri greiningu að því að hjálpa viðskiptavinum okkar við að finna ný kauptækifæri í samræmi við trausta kaupáætlun. Croisette getur hjálpað til við tilboðsgerð, áreiðanleikakönnun og samningaviðræður allt þar til kemur að lokasamningi


Hafðu samband

Af hverju að velja Croisette viðskiptaráðgjöf?

Ef þú ert fjárfestir og í kaup- eða söluhugleiðingum hikaðu þá ekki við að hafa samband við Croisette Transaction — teymi okkar tilbúið að leggja mikið á sig til að fara fram úr ýtrustu óskum þínum

 

Hvort sem þú ert að íhuga að kaupa eða selja fasteign býður Croisette þér viðskiptaráðgjöf. Við stöndum með þér alla leiðina, frá því ferlið hefst þar til því er lokið, samningur hefur verið undirritaður og eignin flutt yfir á nýtt nafn.

 

Við hjá Croisette leggjum áherslu á að vera eins skilvirk og skapandi og mögulegt er á hverju stigi fasteignaviðskipta, þ.e. að með því að beita stafrænum sýningum og því að nota nýjar leiðir til að finna einstæða kaupendur. Croisette Transferteymið getur byggt á víðtækri reynslu sinni af því að kaupa og selja og veitt dýrmæta leiðsögn.

 

Meginþorri þeirra viðskipta sem Croisette kemur að eru kaup eða sala á fyrirtækjum þar sem fasteignir eða eignasöfn sem eru seld að hluta eru endurskipulögð og seld sem fyrirtæki. Sum eignasöfn eru seld sem afsalsbréf, þar sem eignin er seld beint, og hið margreynda teymi Croisette Transaction hefur þekkinguna og öll tilskilin leyfi til að stunda afsalsbréfaviðskipti. Ef fleiri en ein eign er seld útbýr Croisette Transactions sölulýsingu og vekur athygli á samlegð í eignasafninu til að tryggja sem best verð fyrir eignasafnið.

 

Í mörgum viðskiptum hafa viðskiptaráðgjafar Croisette komið fram fyrir hönd leigusala sem hafa gerst leigutakar í endurleigusamningum, þ.e. þar sem leigusali og leigutaki eru einn og hinn sami og verða áfram leigutakar þegar eignin hefur verið seld. Hér hefur Croisette m.a. aðstoðað seljandann við að útbúa nýjan leigusamning fyrir nýja leigusalann.

 

Þegar þú, sem fasteignareigandi, velur að leita til Croisette Transactions, byrjum við á því að aðstoða þig við að meta eignina og í sameiningu ákveðum við æskilegt verðmæti fjárlosunarinnar. Við útbúum sölugögn og markaðssetjum eignina fyrir alla hugsanlega kaupendur til að koma á samkeppni og finna hæsta mögulega verð. Við sjáum um öll samtöl á meðan á tilboðsferlinu stendur og aðrar samningaviðræður við kaupendur og aðra aðila svo sem lögmenn þeirra. Croisette Transactions kemur líka að því að gera uppkast að sölusamningi (samkomlag um yfirtöku á hlutum ef um yfirtöku fyrirtækis er að ræða) og sér um allar samningaviðræður við kaupandann þannig að allir hlutaðeigandi séu ánægðir.

Hafðu samband við okkur!

Veistu nú þegar hvað þú ert að leita að? Þarftu ráðgjöf?
Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband við þig!