Hagkerfið, atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði
Ný skýrsla um íslenska hagkerfið, atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Í fyrri hluta skýrslunnar er farið yfir þróun hagkerfisins frá árinu 2000 til 2020.
Ýmis áföll hafa á dunið á þessum tíma þar á meðal fjármálakreppan 2008 og Covid-19 faraldurinn 2020, farið er yfir stöðu hagkerfisins í aðdraganda kreppunnar og faraldursins. Niðurstöður markaðskannana Seðlabanka Íslands rýndar ásamt niðurstöðum spálíkana Hagstofu Íslands til ársins 2023. Það bendir allt til þess að hraður viðsnúningur verði í hagkerfinu eftir að bólusetningu lýkur. Markaðsaðilar eru jákvæðir gagnvart efnahagshorfum og spá áframhaldandi lágvaxta fyrirkomulagi og lágri verðbólgu.
Seinni hluti skýrslunnar fjallar um íbúðar- og atvinnuhúsnæðismarkaðinn. Helstu tölur af báðum mörkuðum eru rýndar. Farið er yfir þróun kaup- og leiguverðs, ávöxtun á leigumarkaði, velta og kaupsamningar. Kortlagning á helstu svæðum fyrir atvinnuhúsnæði og ávöxtun eftir svæðum metin.