Er kominn tími til að stækka eignasafnið?

Marmið okkar er alltaf að öðlast skilning á starfsemi skjólstæðinganna þannig að ráðgjöf okkar geti átt þátt í þróun fjárfestingastarfsemi þeirra — líka frá skipulagslegu sjónarhorni. Við erum drifin áfram að sköpunargleði sem ögrar okkur til að finna nýjar leiðin í mismunandi aðstæðum og skapa þannig meiri ávinning fyrir skjólstæðinga okkar.

 

Komast í samband

Kaupráðgjöf

Croisette býður upp á ráðgjöf í tenglum við kaup. Kaupráðgjöf byggir á fjárfestingastefnu skjólstæðingsins og tekur til alls kaupferlisins frá því að veita ráðgjöf um stefnumótun, leita að fjárfestingarkostum, ræða við hugsanlega seljendur, gera vísbendingatilboð sem ekki eru bindandi, framkvæma áreiðanleikakönnun og samningaviðræður til að gera kaupin að veruleika. Croisette aðstoðar skjólstæðinginn líka með ánægju við að koma upp nýrri fjárfestingastefnu. Við höfum líka reynslu af mismunandi uppboðaaðferðum sem fulltrúar þess sem kaupir.

 

Markmið okkar með því að vera í góðum tengslum við viðskiptavini er að öðlast svo djúpan skilning á viðskiptum hans að ráðgjöf okkar eigi þátt í að þróa fjárfestingar hans — jafnvel stefnumótun hans. Við viljum vera skapandi og finna ný sjónarhorn á sérhverjar aðstæður, og það eykur ávinning viðskiptavina okkar.

Ferli okkar

1. Ráðgjöf við stefnumótun

Vel úthugsuð fjárfestingastefna er lykillinn að því að ná langtímafjárfestingarmarkmiðum. Croisette býður kaupendum upp á að endurskoða núverandi verðbréfasafn þeirra og ásamt þeim að þróa nýja fjárfestingastefnu til þess að hámarka möguleika þeirra á að ná markmiðum sínum.

 

 

2. Leit að fjárfestingakostum

Stór hluti af vinnu okkar í fjárfestingaferlinu er að finna, meta og kynna hugsanlega fjárfestingakosti í samræmi við óskir og þarfir kaupandans. Við leitum alltaf víða til að finna fjárfestingakosti sem hæfa kaupandanum og getum þakkað það okkar víðtæka tengslaneti að við getum oft komið þegar í stað með uppástungur.

 

3. Samskipti við hugsanlega seljendur

Þegar fjárfestingarkosturinn er fundinn aðstoðar Croisette skjólstæðinginn við að hefja samskipti við hugsanlegan seljanda og gerir í kjölfarið tillögu um tilhögun og aflar frekari upplýsinga til að geta betur metið eignina sem um ræðir.

 

4. Þreifingatilboð

Þegar hugsanlegur kaupandi hefur fengið viðbótarupplýsingar um fasteignina og endanlegt verðmat hefur farið fram aðstoðar Croisette við að útbúa þreifingatilboð og kynna það fyrir seljandanum. Croisette heldur uppi tengslum og viðræðum við seljandann í öllu tilboðsferlinu.

 

5. Áreiðanleikakönnun

Ef seljandi velur að taka tilboðinu er áreiðanleikakönnunin hafin og hún gerir kaupandanum kleift að framkvæma fjárhagslega, tæknilega og lagalega könnun á eigninni. Ef þess er óskað býður Croisette báðum aðilum fullkomna gagnaherbergislausn og leggur fram öll stafræn gögn sem aðgengileg eru frá seljanda, sér um þau og hefur á sama tíma milligöngu um samskipti kaupanda og seljanda.

 

6. Samningaviðræður og lok ferlisins

Samhliða áreiðanleikakönnuninni fara fram samningaviðræður við seljandan um samning um eigendaskipti. Við aðstoðum kaupandann í öllu því ferli þar til samningur hefur verið undirritaður og hann hefur tekið við eigninni.

Hafðu samband við okkur!

Veistu nú þegar hvað þú ert að leita að? Þarftu ráðgjöf?
Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband við þig!