Við hjálpum þér að ná árangri.

Ef þú ert fjárfestir og ert að hugsa um að kaupa eða selja fasteignir hikaðu þá ekki við að hafa samband við Croisette Transactions — teymi okkar er tilbúið að leggja mikið á sig til að fara fram úr væntingum þínum.

Komast í samband

Af hverju að velja Croisette sem söluráðgjafa?

Þegar við komum fram fyrir hönd söluaðila fasteignar beitum við heildarnálgun við uppbygginguna með því að vera í forsvari og ganga í gegnum allt söluferlið. Í henni felst að framkvæma upphafsgreiningu, útbúa sölugögnin, sjálf markaðssetningin, mat á tilboðum, áreiðanleikakönnun og síðan endanlegu samningaviðræðurnar og gerð sölusamnings. Við aðstoðum einnig skjólstæðinga við að finna og samhæfa utanaðkomandi ráðgjafa svo sem lögmenn og sérfræðinga í skattamálum. Mikilvægur hluti aðstoðarferlisins er að skipuleggja viðskiptin til þess að fá hámarkssamkeppni en það er forsenda þess að ná bestu mögulegu niðurstöðu fyrir skjólstæðinginn.Komast í samband

Nýjustu skýrslur okkar

Lestu meira

Upphafleg greining

Miðpunktur söluráðgjafar okkar er ítarleg greining á viðkomandi fasteign. Við framkvæmum hana til að tryggja að allar viðeigandi upplýsingar séu af sem allra bestu gæðum og til að skapa bestu hugsanlega aðstæður fyrir söluna og einnig til að koma í veg fyrir óvissu á síðari stigum ferlisins.

Croisette säljrådgivning-1

Sölugögn

Áður en viðskipti fara fram viljum útbúa hágæða sölugögn sérhönnuð fyrir hverja eign til að hámarka áhuga hugsanlegra kaupenda.

Markaðssetning og mat á tilboðum

Til þess að svara öllum hugsanlegum spurningum sem gætu vaknað í markaðssetningarferlinu er mikilvægt að byggja upp tengsl við alla fjárfesta og viðhalda þeim. Þetta tryggir að sérhver fjárfestir geri hæsta mögulega tilboð á tilteknum tíma. Við metum svo sérhvert tilboð og hvern tilboðsgjafa ásamt seljandanum til þess að skapa sem bestan grunn fyrir seljandan til að byggja ákvörðun sína á.

Croisette- Säljrådgivning

Áreiðanleikakönnun

Þegar seljendur hafa valið hvaða leið þeir vilja fara er áreiðanleikakönnun hafin. Þetta gerir kaupendum kleift að framkvæma fjárhagslega, tæknilega og lagalega könnun á eigninni. Croisette býður seljandanum að nota gagnaherbergi sem við stjórnum og sem geymir rafræn skjöl frá seljanda og gerir samskipti kaupanda og seljanda auðveld.

Samningaviðræður og frágangur samnings

Samhliða áreiðanleikakönnun er samið um eigindaskiptasamning við kaupandann. Við aðstoðum seljandann í öllu þessu ferli þar sem samningur er undirritaður og kaupandinn er orðinn eigandi fasteignarinnar.

Af hverju að velja ráðgjöf viðskiptaráðgjöf Croisette?

 

Ef þú ert fjárfestir og ert að hugsa um að kaupa eða selja fasteignir hikaðu þá ekki við að hafa samband við Croisette Transactions — teymi okkar er tilbúið að leggja mikið á sig til að fara fram úr væntingum þínum. Hvort sem þú ert að hugsa um að kaupa eða selja fasteign býður Croisette þér viðskiptaráðgjöf. Við stöndum með þér alla leiðina, frá upphafi ferlisins og þar til samningur hefur verið undirritaður og eignaskipti farið fram.

 

Við hjá Croisette leggjum áherslu á að vera eins skilvirk og skapandi og mögulegt er á hverju stigi fasteignaviðskipta, þ.e. að með því að beita stafrænum sýningum og því að nota nýjar leiðir til að finna einstæða kaupendur. Croisette Transferteymið getur byggt á víðtækri reynslu sinni af því að kaupa og selja og veitt dýrmæta leiðsögn.

 

Meginþorri þeirra viðskipta sem Croisette kemur að eru kaup og sölur á fyrirtækjum þar sem fasteignir eða eignasöfn sem eru seld að hluta eru endurskipulögð og seld sem fyrirtæki. Sum eignasöfn eru seld sem afsalsbréf, þar sem eignin er seld beint, og hið margreynda teymi Croisette Transaction hefur þekkinguna og öll tilskilin leyfi til að stunda afsalsbréfaviðskipti. Ef fleiri en ein eign er seld útbýr Croisette Transactions sölulýsingu og vekur athygli á samlegð í eignasafninu til að tryggja sem best verð fyrir eignasafnið.

 

Í mörgum viðskiptum hafa viðskiptaráðgjafar Croisette komið fram fyrir hönd leigusala sem hafa gerst leigutakar í endurleigusamningum, þ.e. þar sem leigusali og leigutaki eru einn og hinn sami og verða áfram leigutakar þegar eignin hefur verið seld. Hér hefur Croisette m.a. aðstoðað seljandann við að útbúa nýjan leigusamning fyrir nýja leigusalann.

 

Þegar þú, sem fasteignareigandi, velur að leita til Croisette Transactions, byrjum við á því að aðstoða þig við að meta eignina og í sameiningu ákveðum við æskilegt verðmæti fjárlosunarinnar. Við útbúum sölugögn og markaðssetjum eignina fyrir alla hugsanlega kaupendur til að koma á samkeppni og finna hæsta mögulega verð. Við sjáum um öll samtöl á meðan á tilboðsferlinu stendur og aðrar samningaviðræður við kaupendur og aðra aðila svo sem lögmenn þeirra. Croisette Transactions kemur líka að því að gera uppkast að sölusamningi (samkomlag um yfirtöku á hlutum ef um yfirtöku fyrirtækis er að ræða) og sér um allar samningaviðræður við kaupandann þannig að allir hlutaðeigandi séu ánægðir.

 

Hafðu samband við okkur!

Veistu nú þegar hvað þú ert að leita að? Þarftu ráðgjöf?
Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband við þig!