Saga stofnandans

Sagan um hvernig Croisette var stofnað

Hugmyndin að baki Croisette var hugmyndin um hvernig fasteignaráðgjafar ættu að vinna: Setja sér  markmið  og hafa skýran áhuga, vera hreinskilnir og auðmjúkir og hafa auðvitað góða þekkingu. Hugsa um nærsvæði, stærri landsvæði og landið allt og nú allan heiminn. Teymisvinna. Ef viðskiptalíkan er mettað áhuga sem smitast frá viðskiptavini til fyrirtækis til starfsmanna ýtir það undir vöxt fyrirtækisins. Það var kenningin.

160115_2157_croisette-1

Ég heiti Per Svensson og fæddist árið 1990 í Malmö. Ég var ellefu ára þegar ég stofnaði mitt fyrsta fyrirtæki, veffyrirtæki sem seldi hokkíbúnað. En árið 2015 stofnaði ég stærsta fyrirtæki sem ég hafði nokkru sinni stofnað fyrirtæki sem nú skapar störf fyrir næstum eitt hundrað manns á Norðurlöndum. Áður en Croisette varð til hóf ég fasteignasölu hjá Datscha sem síðar breyttist í Newsec og eftir það var það orðið tímabært. Ég vissi sennilega ekki mikið um hvernig, eða hvers vegna fasteignamarkaðurinn var eins og hann var þegar ég stofnaði Croisette. En ég vissi hvernig hann ætti að vera.

Þegar Croisette varð til var hugmynd mín sú að Skánn hefði alltof lengi verið afskiptur í ráðgjafaheiminum. En einmitt þess vegna var tækifæri til að verða fyrsta ráðgjafafyrirtækið þar sem næði raunverulega til alls landsins. Í fyrstu var til fólk sem skildi ekki hvað Croisette ætlaði að gera á nýja hátt og hvað ætti að gera fyrirtækið framgangsríkt. Þá voru margir, og eru enn, undrandi á því að ég skyldi velja bleikan lit sem lit fyrirtækisins, en það er atriði sem varla fer fram hjá neinum sem veit hver við erum. Ég svaraði alltaf „Vegna þess að bleikt er tákn um að allt sé mögulegt“:

 

Ég útskýrði fyrir þeim sem skildu ekki hvað Croisette ætlaði að gera á annan hátt að við ætluðum að byggja upp þjónustu og bjóða gæðaafurðir og að við værum algjörlega sannfærð um að gæðavinna og langtíma tengsl við viðskiptavinina ásamt miklum afköstum og nýsköpun myndi koma inn á markaðinn með mikið af því sem á hann skorti. Bæði hvað varðar viðskiptaráðgjöf, verðmat og leigusamninga. Leiga á viðskiptahúsnæði og stöðugt mat á fasteignum eru þegar til langs tíma er litið forsenda nákvæms mats á markaðsleigu, afrakstri og tilhneigingum sem eru þau atriði sem þarf til að reka virk viðskiptafyrirtæki. Við vildum þess vegna vera stóra fasteignafyrirtækið á Eyrarsundssvæðinu (upphaflega)  sem einkenndist af áhuga, langtímasýn og mikilli þekkingu á þeim þremur sviðum sem við störfuðum á. Þau þrjú svið sem við störfuðum á í byrjun hafa vaxið upp í að vera sex viðskiptasvið, öll innan Croisettegrúppunnar.  Og frá því að þjóna Eyrarsundssvæðinu höfðum við vaxið í að þjóna meirihluta Svíþjóðar, Íslandi og Danmörku.

ps_croisette-kopia

Croisettegrúppan er að mestu leyti í minni eigu og undir minni stjórn. En sem aðgerðarlausa eigendur minni hluta hlutabréfanna   fékk ég með mér Jakob Karlsson AB  sem er í eigu Jakobs Karlsson og Erik Selin Fastigheter AB sem er í eigu Eriks Selin  og hafa  þeir báðir fært með sér mikinn innblástur. Árið 2021 gerði ég líka tryggan vin minn, Peter Bergquist að aðstoðarforstjóra þar sem hann hefur átt stóran þátt í velgengni fyrirsækisins frá upphafi.

Sumir stóru áfangarnir sem við höfum náð á leiðinni voru í fyrsta lagi þegar við náðum að vaxa um 781% frá 2015 til 2019 og það varð til þess að við unnum í „Årets Gasell Skåne 2020“. Og það get ég þakkað frábæru samstarfsfólki mínu hjá Croisette að ég var útnefndur Business Rookie of the Year í Malmö 2020 og tilnefndur sem Growth Entrepreneur of the Year 2020. Það var líka á árinu 2020 sem við hófum alþjóðlega útrás okkar og nú höfum við opinberlega byrjað sókn okkar í átt að því að Croisette taki yfir allan heiminn. Sú sýn að allt sé mögulegt er nokkuð sem ég held fast í og markmið mitt er að við verðum stærsta fasteignaráðgjafafyrirtæki í heimi. Það er vegferð sem er þegar hafin og mikil vinna bíður okkar í framtíðinni.

entreprenor_croisette_03-1

Vertu í sambandi!

Veistu þegar að hverju þú ert að leita? Þarftu á ráðgjöf að halda?

Fylltu í eyðublaðið fyrir neðan og við munum hafa samband!