Croisette á Íslandi leigir út skrifstofur Booking.com í Nóatúni 17.

11 febrúar, 2021

Croisette Real Estate Partner á Íslandi hefur verið í ráðgjafarhlutverki og leigumiðlari fyrir Íshamra ehf.

hc-kund

Nýr 5 ára leigusamingur við Avilabs, sem taka yfir fljótlega fyrrum skrifstofur Booking.com á Íslandi. Avilabs er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum fyrir fluggeirann.
Skrifstofan er ein sú glæsilegasta á landinu og er um 305 m2.

 

Það gleður okkur mikið að segja frá því að fyrsta leigumiðlunarverkefnið okkar tókst príðilega með því að finna nýjan leigutaka áður en núverandi leigutaki flytur út.

 

Leigusalinn á allt húsnæðið sem er yfir 4300m2 að heildarstærð og við munum mjög líklega vinna með honum aftur. Hann er mjög ánægður með þjónustuna sem hann fékk þar sem hann náði að leigja húsnæðið út áður en núverandi leigutaki færi út úr húsnæðinu. Engar breytingar voru nauðsynlegar og húsnæðið hentaði fullkomnlega fyrir Avilabs. Okkar vinna var að lágmarka kostnað fyrir leigusala og einnig að finna lausn fyrir Booking.com sem hentaði þeirra markmiðum” segir Styrmir Bjartur Karlsson, framkvæmdastjóri Croisette á Íslandi.

Vertu í sambandi!

Veistu þegar að hverju þú ert að leita? Þarftu á ráðgjöf að halda?

Fylltu í eyðublaðið fyrir neðan og við munum hafa samband!