Fyrst í fasteignageiranum — Croisette verður loftslagshlutlaust.
Bygginga- og fasteginageirinn bera ábyrgð á 21% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í Svíþjóð.
Það er töluverður hluti af heildarlosun samfélagsins. Á hverju ári sendir Boverket frá sér skýrslu um heildaráhrif þessara geira á umhverfið og tilhneigingin virðist ekki stefna í rétta átt. Þess vegna höfum við hjá Coisette tekið ákvörðun um að verða fyrsta loftslagshlutlausa fyrirtækið í fasteignageiranum sem gerir meira en að bæta upp fyrir losun sína á gróðurhúsaloftegundum.
Frá því fyrirtækið var stofnað árið 2015 höfum við hjá Croisette unnið samkvæmt þeirri grundvallarhugmynd að gera hlutina öðruvísi. Ekki aðeins með þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á heldur með því að setja fordæmi um sjálfbæran vöxt og sjálfbæra útþenslu. Við viljum að grunngildi okkar sjáist í öllu sem við gerum, ekki síst í því hvernig við nálgumst sjálfbærni.
Með því að hefja þessa vinnu, koma upp og setja aðgerðaáætlun í gang og breyta því hvernig við vinnum vonumst við til að verða fleiri fyrirtækjum í geiranum hvatning til að vinna að sama háleita marmiði og við.
Ég er sannfærður um að þetta sé framtíðin og augljós leið áfram. Sem nýskapandi fasteignaráðgjafar finnum við til mikillar ábyrgðar og viljum vera í forystu fyrir því að geirinn fari í rétta átt. Það val að bæta ekki aðeins upp fyrir losun okkar heldur bæta upp fyrir 10% prósenta sögulega losun er eðlilegt skref fyrir okkur að taka. Það er tímabært fyrir öll fyrirtæki og ekki síst í fasteignageiranum, að líta upp og byrja að axla ábyrgð á loftslagsvánni. Vitaskuld er á ánægður með og stoltur yfir að verða fyrstur en það sem er mikilvægast fyrir okkur núna er að ekki líður á löngu uns loftslagshlutlaus vottorð verða orðinn staðall fyrir alla sem vinna í fasteignageiranum.
- Per Svensson, forstjóri og stofnandi Croisette Real Estate Partner
Loftslagshlutlaust í dag og jafnvel komin lengra í framtíðinni
Að verða loftslagshlutlaust krefst nokkurra verulegra breytinga. Þess vegna höfum við sett í gang áætlun fyrir árið 2021 um hvernig við náum því með því að taka það skref fyrir skref. Markmið okkar er að draga úr losun okkar um 45% á næstu 10 árum. Við tókum einnig ákvörðun um að bæt upp fyrir losun okkar um 110%. Við höfum valið að fjárfesta í verkefnum sem framleiða hreina og sjálfbæra orku.
Á vefsíðu okkar finnurðu meiri upplýsingar um heildaráhrif okkar á loftslagið, aðgerðaáætlun okkar og verkefnin sem við höfum fjárfest í. Þar finnurðu einnig Croisette Greenhouse gas accounting report, skýrslu sem South Pole vann fyrir Croisette.
Lestu meira um sjálfbærniaðgerðir okkar í Croisette Greenhouse gas accounting report.
Saman höfum við áhrif!