Oct 1, 2021 11:28:19 AM
First in the real estate sector - Croisette becomes climate neutral
Byggingageirinn og fasteignageirinn bera ábyrgð á 21% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í Svíþjóð. Það er töluverður hluti af heildarlosun samfélagsins. Á hverju ári sendir Boverket frá sér skýrslu um heildaráhrif þessara geira á umhverfið og tilhneigingin virðist ekki stefna í rétta átt.
Þess vegna höfum við hjá Coisette tekið ákvörðun um að verða fyrsta loftslagshlutlausa fyrirtækið í fasteignageiranum sem gerir meira en að bæta upp fyrir losun sína á gróðurhúsaloftegundum.
Frá því fyrirtækið var stofnað árið 2015 höfum við hjá Croisette unnið samkvæmt þeirri grundvallarhugmynd að gera hlutina öðruvísi. Ekki aðeins með þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á heldur með því að setja fordæmi um sjálfbæran vöxt og sjálfbæra útþenslu. Við viljum að grunngildi okkar sjáist í öllu sem við gerum, ekki síst í því hvernig við nálgumst sjálfbærni.
Að verða loftslagshlutlaust krefst nokkurra verulegra breytinga. Þess vegna höfum við sett í gang áætlun fyrir árið 2021 um hvernig við náum því með því að taka það skref fyrir skref. Við tókum einnig ákvörðun um að vega á móti losun okkar um 110%. Við höfum valið að fjárfesta í verkefnum sem framleiða hreina og sjálfbæra orku.
Ég er sannfærður um að þetta sé framtíðin og augljós leið áfram. Sem nýskapandi fasteignaráðgjafar finnum við til mikillar ábyrgðar og viljum vera í forystu fyrir því að geirinn fari í rétta átt. Það val að bæta ekki aðeins upp fyrir losun okkar heldur bæta upp fyrir 10% prósenta sögulega losun er eðlilegt skref fyrir okkur að taka. Það er tímabært fyrir öll fyrirtæki og ekki síst í fasteignageiranum, að líta upp og byrja að axla ábyrgð á loftslagsvánni. Vitaskuld er á ánægður með og stoltur yfir að verða fyrstur en það sem er mikilvægast fyrir okkur núna er að ekki líður á löngu uns loftslagshlutlaus vottorð verða orðinn staðall fyrir alla sem vinna í fasteignageiranum.
Per Svensson, forstjóri og stofnandi Croisette Real Estate Partner.
Fyrsta skrefið er að komast að því hversu mikilli losun við sem fyrirtæki berum ábyrgð á. Losunin er reiknuð út með því að byggja á PAS 2060 og Greenhouse Gas Protocol stöðlum. Niðurstöðunni er svo skipt upp í þrjá hluta. Lið 1, 2 og 3. Það þýðir að öll kolefnisspor okkar eru tekin með.
Þegar losunin hefur verið ákvörðuð og greind er kominn tími til að setja ákveðin losunarminnkunarmarkmið og búa til aðgerðaráætlun. Greiningin sýnir hvar mesta losnunin er. Áætlun er gerð um hvað við þurfum að gera til að draga úr losuninni.
Við trúum á sjálfbæra og hreina orku.Það er þess vegna sem við bætum ráð okkar með verkefnum sem við trúum að muni hafa langtíma áhrif á umhverfð, bæði í okkar eigin landi og í heiminum öllum
Lesið meira um verkefni hér.
Við höfum tiltölulega lítil áhrif á loftslagið nú. En það þýðir ekki að við getum hallað okkur aftur og verið kærulaus. Við viljum taka á okkur ábyrgð fyrir iðnaðinn sem á umtalsverðan hluta af áhrifum samfélagsins á loftslagið.
Helstu kolefnissopr okkar koma frá Lið 3: og það hefur haft áhrif á aðgerðaráætlun okkar.
Liður eitt tekur á beinni losun gróðurhúsalofttegunda, þ.e. losun yfir þeirri sem starfsemin hefur beina stjórn á. Þar gætu verið meðtalin losun frá farartækjum og vélum sem fyrirtækið á eða hefur á leigu eða þá losun sem kemur frá eigin verksmiðjum fyrirtækisins eða byggingum þess.
Í Lið 2 er meðal annars óbein losun frá rafmagni, þ.e. rafmagnsnotkun, hitum og kæling.
Í Lið 3 eru meðal annars óbein losun gróðurhúsalofttegunda, auk orku sem er keypt, sem á sér stað utan staðsetningar fyrirtækisins. Dæmi um Lið 3 eru meðal annars keyptar vörur og þjónusta, sorp frá framkvæmdum, vinnuferðalög, samgöngur til og frá vinnu, leið tæki o.s. frv.
Með aðgerðaáætlun okkar höfum við undirgengist að gera nokkrar umtalsverðar breytingar á því hvernig við vinnum. Þetta er nokkuð sem við vinnum að á hverjum degi til að minnka kolefnisspor okkar. Þetta þýðir, til dæmis, að við höfum breytt stefnu okkar varðandi vinnuferðir, val á birgjum og við notum endurnýjanlegt rafmagn í öllum skrifstofum okkar.
Við munum halda þessari vinnu áfram til að tryggja að við tökum alltaf sjálfbærar ákvarðanir bæði vegna umhverfisins og samfélagsins.
Lesið meira um áætlunina hér.
Þrátt fyrir að við höfum tiltölulega lítil áhrif á umhverfið erum við meðvituð um að þetta er ekki nóg til að breyta neinu. Það er þess vegna sem við vegum á móti allri losun okkar. En við höfum ákveðið að ganga skrefi lengra og bæta upp 10% til viðbótar við losun okkar með verkefnum sem við höfum trú á. Við trúum því að sjálfbær orka sé mikilvæg í viðleitninni til að vinna saman að sjálfbærari heimi. Þess vegna höfum við kosið að setja upp verkefni í Tælandi sem miðar einmitt að því.
Siam Solar verkefnið er mikilvægt í umbreytingu Tælands yfir í hreina orku. Verkefnið færir saman 10 PV sólskífuarflöguverksmiðjur sem nota þróaða og umhverfisvæna tækni til að framleiða hreina og sjálfbæra orku. Að auki hefur verkefnið áhrif á innviði í nágrenninu og skapar vinnu fyrir faglært og ófaglært vinnuafl við framleiðsluna, uppsetninguna og rekstur og viðhald búnaðarins.
Lesið meira um verkefnið hér.
Veistu þegar að hverju þú ert að leita? Þarftu á ráðgjöf að halda?
Fylltu í eyðublaðið fyrir neðan og við munum hafa samband!