Croisetteaðferðin

Croisette Real Estate Partner er örast vaxandi og mest nýskapandi fyrirtækið á sænska fasteignamarkaðnum með framfarasinnuðustu hugsuðina í geiranum.

Hafðu samband

Sagan á bak við Croisette

Croisette Real Estate Partner er örast vaxandi og mest nýskapandi fyrirtækið á sænska fasteignamarkaðnum með framfarasinnuðustu hugsuðina í geiranum. Hið dygga og ákafa teymi okkar býður upp á hágæða sjálfbæra ráðgjöf á sviði viðskipta, verðmats og greiningar, leigu á húsnæði, mannauðs,  rafrænnar eignastýringar og tryggingaráðgjafar. Höfuðstöðvarnar eru í Malmö en Croisette nær til alls sænska, íslenska og danska markaðarins.

 

Croisette Real Estate Partner ögrar sífellt og sýnir öðrum á markaðnum fram á nýja samkeppni, fólki sem áður hefur bara gert það sem það hefur alltaf gert jafnvel þegar um betri kosti var að velja. Sýn okkar er að skapa virkt og kraftmikið markaðsumhverfi sem líka örvar og þróar samkeppnisaðila. Croisette hættir aldrei, við höldum áfram að þróa og skara fram úr þar sem við trúum á þá sannfæringu okkar að það muni gagnast öllum geiranum.

 

Við leitumst alltaf við að auka skilvirkni og tölvuvæðingu ferla okkar til þess að bjóða viðskiptavinum okkar upp á skilvirkustu lausnir sem eru mögulegar.

reporticon

Framtíðarsýn okkar

Framtíðarsýn okkar er að verða fremsta fasteignaráðgjafarfyrirtæki í heimi með því að veita sérhannaðar og nýskapandi lausnir

conversationicon

Það sem við einblínum á

Við einblínum á að koma á persónulegu sambandi, sýna háttvísi og þagmælsku og veita gæðaþjónustu. Croisette stefnir að því að skapa nána samvinnu og langvarandi viðskiptasambönd. Við leitumst alltaf við að fara fram úr væntingum viðskiptavina okkar.

houseicon

Einstætt tilboð okkar

Viðskiptavinir okkar kunna að meta það að geta alltaf náð i okkur og velja okkur vegna fagmennsku okkar, skilvirkni og jákvæðrar nálgunar.

Viðskiptasvæði okkar

Nú samanstendur Croisette Iceland af þremur viðskiptasviðum

leasing_icon_webpage_082021

Leigumiðlun

Við einföldum leitina að leigusala og leigutaka og aðstoðum við útleigu allra tegunda atvinnuhúsnæðis.

transactions_icon

Kaup og sala fasteigna

Við bjóðum sérhæfða kaup- og söluráðgjöf bæði fyrir einstakar eignir og eignasöfn.

 
valuation_analysis_icon

Verðmat og greining

Við bjóðum sjálfstætt verðmat fasteigna og markaðsgreiningu sem grunn að ákvörðunum um fjárfestingar og fjármögnun.

nytänkande 2

Við erum skapandi

Croisette var stofnað til að ögra fasteignageiranum. Drifkraftur okkar felst í skapandi hugsun og því að ögra gömlu aðferðunum með því að bjóða upp á nýjar rafrænar lausnir. Við nálgumst viðfangsefnin á jákvæðan hátt og að aðlögunarhæfni og einbeitum okkur að því að þróast stöðugt til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar

Við erum brennandi í andanum

Velferð og kappsemi starfsfólks okkar er grunnurinn að því að við lítum á okkur sem fjölskyldu og árangursríka samstarfsaðila. Næmni og sveigjanlegir ferlar eru þungamiðjan í einlægri nálgun okkar að hverju verkefni og það að alltaf sé hægt að ná í okkur tryggir að viðskiptavinurinn nýtur góðs af samstarfinu.

 
vi är hängivna
långsiktiga

Við viljum langvarandi tengsl

Croisette stefnir að því að skapa árangursrík og langvarandi tengsl bæði innan fyrirtækisins og við viðskiptavinina. Það sem einkennir okkur er gegnsæi og sjálbær ráðgjöf í sérhverjum einstæðum aðstæðum. Þar sem umhverfismálin eru í brennidepli vinnum við að því að verða grænt fasteignaráðgjafafyrirtæki sem til langs tíma skapar verðmæti

Vertu í sambandi!

Veistu þegar að hverju þú ert að leita? Þarftu á ráðgjöf að halda?

Fylltu í eyðublaðið fyrir neðan og við munum hafa samband!