Mat á fasteigninni og greining

Við bjóðum upp á sjálfstætt mat á eigninni og markaðsgreiningu sem getur verið grundvöllur ákvarðana til dæmis um fjármögnun, árlegar skýrslur og viðskipti og aðrar ákvarðanir sem varða eignina. Ennfremur greinum við verðbréfasöfn og einstakar fasteignir til að finna hugsanlegar tekjulindir eða óþarfa kostnað.

Láttu okkur meta eignina þína

Mat á fasteign

Croisette- Säljrådgivning

Croisette framkvæmir sjálfstætt verðmat á flestum tegundum fasteigna, svo sem íbúðarhúsnæði, skrifstofum, iðnfyrirtækjum, félagslegum innviðum og auk þess byggingarlóðum og byggingarrétti.

 

Hafðu samband

Greining

fastighetsvärdering.analys

Croisette framkvæmir mismunandi greiningar fyrir viðskiptavini okkar. Greiningin er hönnuð til þess að auðvelda viðskiptavinunum stefnumótun og ákvarðanatöku.

 

Hafðu samband

Kostnaðarsparandi greiningar

 

Við framkvæmum greiningar sem spara kostnað. Á þeim fjölmörgu klukkustundum sem við notum í að safna markaðsupplýsingum rekumst við stundum á fasteignir eða verðbréfasöfn sem fjárhagslegur ávinningur af er vannýttur. Matsmenn okkar og greinendur endurmeta þá afraksturinn af eignunum og kostnaðinn og leita að nýtingarhagnaði

Lesið meira um sparnaðargreiningar

 

Skýrslur og greiningar

 

Lesa Meira

 

Af hverju Croisette?

Matsmenn Croisette eru reyndir og vanir að vinna hratt og þess vegna vanir hröðu ferli sem miðar að því að skila hágæðamati með skömmum fyrirvara. Sem ráðgefandi mats-  og samstarfsaðli mun Croisette, ef viðskiptavinirnir óskar þess, taka að sér hlutverk ráðgjafa þegar kemur að öllu sem viðkemur mismunandi stigum matsferlisins og auk þess greiningu á ákvörðunum sem varða fjármögnun fasteignarinnar.

Q/A

Geturðu gefið mér upp tölu í símtali?

Því miður ekki. Engar tvær fasteignir eru eins sem þýðir að við verðum að safna upplýsingum um sérhverja fasteign og umhverfi hennar. Og þar sem fjármögnunarákvarðanir eru yfirleitt byggðar á fasteignamati þarf að uppfylla fjölmörg formleg skilyrði sem þýðir yfirleitt að skoða verður fasteignina.

Samþykkja bankarnir ykkur?

Allt fasteignamat okkar er framkvæmt af matsmönnum sem eru vottaðir af Samhällsbyggarna og þess vegna samþykktir af flestum bönkum.

Hvaða tegundir fasteigna verðmetur Croisette?

Við getum aðstoðað við mat á flestum tegundum fasteigna, þ.e.:

  • Íbúðarhúsum
  • Iðnaðarhúsnæði,
  • Viðskiptahúsnæði (þ.e. verslanir, skrifstofur)
  • Félagslegum innviðum (félagslegu þjónustuhúsnæði)
  • Hótelhúnsæði
  • Skipulagt byggingasvæði
  • Þróunarverkefni
  • Byggingarréttur
  • Öryggishúsnæði
Lýsið matsferlinu

Við förum oft og skoðum fasteignina sem okkur er falið að meta til þess að kynna okkur ástand eignarinnar og staðsetningu hennar eða fjölbýlishússins. Þegar við komumst ekki á staðinn getum við samt framkvæmt mat, svokallað skrifborðsmat.

Auk þess að fara á staðinn til að meta eignina þurfum við upplýsingar frá viðskiptavininum, svo sem um leigutekjur, fermetrafjölda og fasteignagjöld. Viðskiptavinurinn ber ábyrgð á að hafa þessar upplýsingar réttar og það er afar mikilvægt að við sem matsmenn höfum aðgang að öllum upplýsingum sem skipta máli þar sem verðgildi eignarinnar er, að miklu leyti, metið í samræmi við ávöxtun hennar og stærð. Verðgildið er að hluta metið með því að kanna markaðsverð á sambærilegum eignum og að hluta með útreikningum á afrakstri af henni.

Hvaða upplýsingar er farið fram á til að ákvarða verðgildi?

Yfirleitt þurfum fið eftirfarandi upplýsingar:

  • Skráningarnúmer eignarinnar
  • Stærð eignarinnar
  • Leiguupplýsingar (leigutekjur, lengd leigusamnings, ábyrgðardreifingu o.s. frv.)
  • Hugsanlega tómar íbúðir
  • Sögu viðgerða- og viðhaldskostnaðar helst yfir nokkurra ára tímabil
  • Upplýsingar um nýlega og/eða væntanlega fjárfestingu í eigninni
  • Hugsanlegan virðisauka, svo sem vannýtt byggingarleyfi
Hvað tekur verðmatið langan tíma Þegar um er að ræða tiltölulega „venjulega“ eign og ef við höfum allar viðegiandi upplýsingar tekur verðmatið 3-10 virka daga. Ef þér liggur á verðmati getum við yfirleitt orðið við því. Það sem yfirleitt tefur verðmat er að við höfum ekki fangið allar nauðsynlegar upplýsingar frá eiganda fasteignarinnar eða höfum ekki getað skipulagt skoðun á staðnum.
Hvað kostað verðmat?

Í flestum tilvikum er fast verð fyrir verðmat byggt á fjölda fasteigna og hvort framkvæma þarf skoðun á staðnum.  Mat á verðbréfasafni felur í sér lægri kostnað á hverja fasteign en mat á einni eign að því tilskyldu að verðið á eignunum sé nokkurn veginn hið sama og hægt sé að markaðssetja þær á svipaðan hátt.

Verðmat vegna ársskýrslu

Croisette býður verðmar á verðbréfasöfnum vegna ársskýrslna. Mismunandi uppsetningar eru í boði og fara eftir þeirri tíðni verðmats sem viðskiptavinurinn þarfnast. Hafið samband við okkur og segið okkur frá verðbréfasafni ykkar og við leggjum til skilvirka uppsetningu.

Er byggingarréttur verðmetinn?

Croisette framkvæmir verðmat á alls konar skipulögðu byggingarsvæði/ byggingarleyfum. Þetta mat byggir á víðtæku gagnasafni yfir byggingarréttarviðskipti. Á meðal gagnanna eru skráð viðskipti og lóðaúthlutanir og upplýsingar um sérstök skilyrði vegna einangraðar sölu á hluta fyrirtækja eða starfsemi.Gagnagrunnurinn nær yfir bæði byggingarleyfi og  land sem ekki hefur verið skipulagt.

Hvers konar greiningar framkvæmið þið?

Greiningar okkar eru hannaðar til að uppfylla kröfur viðskiptavina okkar. Þetta þýðir að við gætum greint sérstök sveitarfélög eða sýslu. Þær geta líka beinst að sérstökum eignaflokkum svo sem félagslegum innviðum eða skrifstofuhúnsæði. Smellið hér  til að sjá greiningar sem við höfum birt.

Framkvæmið þið leigugreiningar?

Við getum hjálpað þér að meta leigu í alls kyns húsnæði og íbúðum. Við söfnum upplýsingum frá Leasing í okkar viðskiptaumhverfi sem er í daglegum samskiptum við leigusala og leigjendur og býr yfir viðamikilli vitneskju um markaðsverð alls kyns húsnæðis.

Hvað er kostnaðarsparandi greining?

Á þeim fjölmörgu klukkustundum sem við notum í að afla markaðsupplýsinga rekumst við stundum á eignir eða verðbréfasöfn með vannýtta fjárhagslega möguleika. Vegna okkar fjölmörgu árangursríku samstarfsaðila getum við líka aðstoðað ykkur á þessu sviði.

Hafðu samband við okkur!

Veistu nú þegar hvað þú ert að leita að? Þarftu ráðgjöf?
Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband við þig!